Sunday25 August 2019

Toledo samþykktin

Toledo Guiding Principles on Teaching about Religions and Beliefs in Public Schools

Í mars 2007 var haldin í Toledo á Spáni ráðstefna á vegum Organisation for Security and Co-operation in Europe (OSCE) og Office for Democratic Institutions and Human Rights (ODHIR) um trúarbragðafræðslu í opinberum skólum. Að ráðstefnunni lokinni var gefin út bók með ofangreindum titli þar sem ítarlega er fjallað um trúarbragðafræðslu í opinberum skólum og mikilvægi hennar en jafnframt um mikilvægi þess að þannig sé að fræðslunni staðið að mannréttindaákvæði um trúfrelsi séu virt. Hér fara á eftir niðurtöður og tillögur ráðstefnunnar.

Niðurstöður og tillögur

Hægt er að skipuleggja kennslu um trúarbrögð þannig að tekið sé tillit til breytilegra þjóðlegra og staðbundinna skólakerfa og siðvenja. Toledo leiðbeinandi meginreglurnar byggjast á eftirfarandi heildarniðurstöðum sem bæði lögmenn og uppfræðarar eru í stöðugt auknum mæli sammála um og sem öll aðildarríki OSCE ættu að taka tillit til þegar verið er að móta áætlanir um trúarbragðakennslu.

Niðurstöður

  1. Þekking á trúarbrögðum getur aukið skilning á mikilvægi þess að virða frelsi allra til að ástunda sín trúarbrögð, að hlúa að lýðræðislegri þátttöku í samfélaginu, að hvetja til þess að sýna félagslegri fjölbreytni skilning og um leið að efla félagslega samloðun.
  2. Sé þekking á trúarbrögðum fyrir hendi getur það dregið úr átökum sem byggjast á skorti á skilningi á trú annarra og stuðlað að virðingu fyrir réttindum þeirra.
  3. Þekking á trúarbrögðum er ómissandi hluti hverrar gæðamenntunar. Hún verður að vera til staðar til að skapa skilning á miklum hluta sögu, bókmennta og lista auk þess sem hún stuðlar að aukinni menningarlegri víðsýni og skerpir skilning manna á flóknum þáttum fortíðar og samtíma.