Sunday25 August 2019

Fréttir

Umsögn um reynslu reglna um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga.

Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði vill vekja athygli á að verið er að leita umsagnar af reynslu reglna um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík við trúar- og lífsskoðunarfélög. Bréf frá sviðsstjóra varðandi endurskoðunina má finna á vefsíðu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á slóðinni: http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3801/2281_read-33920 Vakin er athygli á að óskað er eftir að umsögn berist fyrir 7. desember n.k.

Grunnskólakennarar, og sérstaklega trúarbragðafræðikennarar, eru hvattir til að senda umsögn, hvort heldur sem er til stjórnar FÉKKST á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. sem mun vinna úr umsögnunum og senda á skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eða beint á skóla- og frístundasvið.

Aðventufundur 2012

Aðventufundur Félags kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði verður haldinn í Hamraskóla miðvikudaginn 12. desember (ath. breytt dagsetning) kl. 19. Gengið er inn í skólann á endanum þar sem bílastæðin eru. 

Að þessu sinni búum við til englamyndir úr Mósaik. Þátttakendur teikna englamynd sem svo er lögð í gler mosaik á tréplötu u.þ.b. 15x20 cm að stærð og fúga sett í bilin sem myndast. Verkfæri og efni á staðnum. Auk þess verður spjallað um góðar kennsluhugmyndir og átt gott samfélag.

Linda Sólveig Birgisdóttir myndmenntakennari í Hamraskóla er kennari á námskeiðinu. Efniskostnaður er kr. 5.000 en félagið greiðir hann niður um helming svo þátttakendur greiða aðeins 2.500 kr.

Boðið verður upp á jólalegar veitingar í kaffihléi. Tilkynna þarf skráningu fyrir hádegi þriðjudagsins 11. desember á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. .

 

Umsögn um reynslu reglna um samskipti skóla og trúar- og lífsskoðunarfélaga

Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræði vill vekja athygli á að verið er að leita umsagnar af reynslu reglna um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í Reykjavík við trúar- og lífsskoðunarfélög. Bréf frá sviðsstjóra varðandi endurskoðunina má finna á vefsíðu skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar á slóðinni:http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-3801/2281_read-33920 Vakin er athygli á að óskað er eftir að umsögn berist fyrir 7. desember n.k.

Grunnskólakennarar, og sérstaklega trúarbragðafræðikennarar, eru hvattir til að senda umsögn, hvort heldur sem er til stjórnar FÉKKST á netfangið  Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það.  sem mun vinna úr umsögnunum og senda á skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar eða beint á skóla- og frístundasvið.

Fleiri greinar...