Sunday25 August 2019

Námskeið fyrir kennara um Biblíumat 5. mars

Uppbókað er á námskeiðið en hægt er að setja sig á biðlista.
Þriðjudaginn 5. mars klukkan 16:30 stendur Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum (FÉKKST) fyrir námskeiði um Biblíumat. Sr. Sigurður Árni Þórðarson, prestur í Neskirkju, heldur erindi um mat, hráefni og matarvenjur á tímum Jesús Krists og á eftir snæðum við saman mat sem eldaður er í samræmi við venjur þess tíma. Í aðalrétt er Maríukjúklingur - hráefni og matseld að hætti Maríu, móður Jesú, í Nasaret, og í eftirrétt verða kryddaðar fíkjur.
Aðeins er gert ráð fyrir um 20 þátttakendum á námskeiðið sem haldið verður í Neskirkju. Til að skrá sig þarf að senda tölvupóst á netfangið Þetta netfang er varið fyrir ruslpósti. Þú þarft að virkja Javascript til að sjá það. og taka fram nafn og við hvaða skóla viðkomandi er kennari. Viðkomandi fær svo póst til baka þar sem þátttaka hans er staðfest. Félagið niðurgreiðir hluta kostnaðar og því er verð á námskeiðið aðeins 1500 krónur á mann! Félagsmenn FÉKKST ganga fyrir ef þeir skrá sig fyrir 16. febrúar. Sértu ekki félagsmaður getur þú skráð þig í félagið á heimasíðu okkar http://kennslaogtru.is/ Ef námskeiðið fyllist tökum við niður biðlista. Láttu ekki þetta girnilega námskeið framhjá þér fara.