Wednesday17 October 2018

Ný heimasíða FÉKKST

Ný heimasíða FÉKKST hefur loks litið dagsins ljós, en undirbúningur að henni hefur staðið yfir frá því vorið 2011. Eldri heimasíðan hafði lokið sínu hlutverki en nokkur ár eru síðan hætt var að uppfæra vefsíðukerfið og má segja að síðan hafi verið sjálf komin í kerfi þar sem það var miklum erfiðleikum háð að setja inn nýjar upplýsingar og færslur.

Nýja heimasíðan mun einnig einfalda utanumhald um félagaskrána því í eldra kerfinu var ekki hægt að uppfæra nýjar upplýsingar um félagsmenn heldur varð að eyða þeim og stofna þá að nýju með breyttum upplýsingum. Á næstunni mun einnig verða hægt fyrir stjórn félagsins að senda fréttir og upplýsingar til félagsmanna beint frá heimasíðunni.

Það er fyrirtækið Austurnet sem hannaði þessa glæsilegu heimasíðu.