Lög félagsins

Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum stofnað 23. febrúar 1999.
Lög félagsins

1. grein: Nafn, heimili og tilgangur félagsins
1.1 Félagið heitir: Félag kennara í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum.
1.2 Heimili þess og varnarþing er í Reykjavík.
1.3 Tilgangur félagsins er:
1.3.1 Að efla kennslu í kristnum fræðum, siðfræði og trúarbragðafræðum í grunn- og framhaldsskólum landsins.
1.3.2. Að styrkja kennara í starfi með aukinni menntun.
1.3.3 Að vera vettvangur fyrir skoðanaskipti um kennslu kristinna fræða, siðfræði og trúarbragðafræða og miðla hugmyndum og fróðleik.
1.3.4 Að vera tengiliður milli fræðsluyfirvalda og kennara í umræddum greinum.
1.3.5 Að vera tengiliður milli kennara í greinunum og kennarasamtaka.
1.3.6 Að safna á einn stað kennsluefni sem félagsmenn hafa aðgang að.
1.3.7 Að efla þau áhrif sem kennarar í greininni geta haft á námsefnisgerð, kennsluaðstöðu, gögn og búnað, skipulagningu endurmenntunarnámskeiða og þróun námskrár í samvinnu við stofnanir sem málið varðar.

2. grein: Félagsmenn og skyldur þeirra
2.1 Félagsmenn geta orðið;
2.1.1 Allir sem kenna kristin fræði, siðfræði og trúarbragðafræði í grunn- og framhaldsskólum. Einnig er stjórn félagsins heimilt að taka inn í félagið aðra sem um það sækja.
2.2 Ákvarðanir um félagsgjöld skulu teknar á aðalfundi.

3. grein: Fundir félagsins
3.1 Aðalfund skal stjórn boða skriflega eða með tölvupósti með minnst 14 daga fyrirvara.
3.2 Aðalfundur félagsins skal haldinn í mars eða apríl ár hvert. Auk þess skal halda a.m.k. einn fræðslufund á starfsárinu.
3.3 Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
3.3.1 skýrsla stjórnar
3.3.2 lagðir fram reikningar síðasta starfsárs
3.3.3 lagabreytingar
3.3.4 kosning stjórnar
3.3.5 kosning skoðunarmanns
3.3.6 önnur mál.

4. grein: Stjórn og stjórnarkjör
4.1 Stjórn félagsins skal skipuð fimm mönnum, formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og tveimur meðstjórnendum.

5. grein: Lög og lagabreytingar
5.1 Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. Til þess að tillaga um lagabreytingu öðlist gildi þarf hún að vera kynnt í fundarboði og fást samþykkt af tveimur þriðju hlutum fundarmanna.
5.2 Lög þessi öðlast gildi nú þegar.