Búddasiður Ítarefni Vefsíður um búddasið

Sunday25 August 2019

Vefsíður um búddasið

Kennaraefni með námsbókinni Búddhatrú - leiðin til Nirvana
Höfundur kennaraefnisins er Hrund Hlöðversdóttir. Kennaraefnið fylgir kaflaskiptingu lesbókar í hverjum kafla eru hugmyndir að umræðum, verkefnum og tilvísanir í frekari heimildir. Í bókinni er jafnframt að finna fróðleik, spurningar sem hægt er að leggja fyrir nemendur og kennsluhugmyndir.

www.buddhanet.net
Sérlega vönduð og áhugaverð vefsíða um búddasið. Vefsíðan hentar einkar vel í kennslu og tilvalið að sýna nemendum hana og leyfa þeim að skoða og hlusta á efni inni á síðunni. Hér að neðan verður farið yfir valin atriði síðunnar:

Buddhanet.net Audio
Hér er hægt að hlaða niður lögum eða hlusta lög. Tilvalið að krydda kennsluna með því að hlusta á tónlist sem einkennir trúna.

Upplýsingavefur BBC um trúarbrögð heims
Glæsilegur og ítarlegur upplýsingavefur BBC um helstu trúarbrögð heims. Sérlega aðgengilegar upplýsingar. Sem dæmi má nefna að sé farið í leitarstiku sem er merkt All featured religions og Buddhism valið þá kemur upp vefsíða um sögu, inntak, siði, helgirit og helgiathafnir í búddasið sem og almennar fréttir tengdar trúarbrögðunum og margt fleira.